4. Istanbul – Ægisif

Borgarrölt

Ægisif var stærsta kirkja heims í þúsund ár. Jafnarma kross með feiknarlegu, 31 metra víðu hvolfþaki í miðjum krossi. Hvolfþakið er meistarAyasofia - Istanbulaverk burðarþols, virðist svífa eins og sjálft himinhvolfið. Hefur samt staðið af sér tíða jarðskjálfta. Burðarþolið er flutt úr hvolfinu niður í tröllslegar súlur, sem eru studdar hliðarveggjum til að dreifa þunganum.

Á kristnum tíma voru veggir og hvolf kirkjunnar skreytt mósaíkmyndum, sem kalkað var yfir á moskutímanum. Kalkið hefur nú verið hreinsað og hinar glitrandi myndir eru aftur sýnilegar gestum og gangandi.

IMG_0122

Steinkista Henricus Dandolo

Á marmarahandriði innansvala Ægisifjar í Miklagarði eru norrænar rúnaristur. Þær eru norrænt fámæltar, önnur segir “Hálfdan var hér” og hin segir “Ari var hér”. Syfjuðum Væringjum í lífverði keisarans hefur leiðst að hlýða messu í höfuðkirkju grísks rétttrúnaðar. Rúnaristurnar má sjá á svalahandriðinu andspænis steinkistu Henricus Dandolo Feneyjagreifa.

Næstu skref