4. Amalienborg – Marmorkirken

Borgarrölt
Marmorkirken, København

Marmorkirken

Frá torgmiðju sjáum við Marmarakirkjuna (Frederikskirke) gnæfa yfir Friðriksgötu (Frederiksgade) með einn af hæstu kúplum heims, 45 metra á hæð og 30 metra á breidd, grænan af kopar. Smíði kirkjunnar hófst 1746 og varð ekki lokið fyrr en 1894.

Hér eiga hinir göngumóðu þess kost að ganga nær kirkjunni og beygja til vinstri eftir Breiðgötu (Bredgade) til Kóngsins Nýjatorgs, þar sem gangan hófst. Hinir beygja til hægri eftir sömu götu. 

Brátt komum við að Listiðnasafninu (Kunstindustrimuseet), sem er hægra megin götunnar, í fyrri húsakynnum Friðriksspítala. Þar er fjöldi fornra og nýrra listmuna, danskra og erlendra. Hægt er að ganga inn í safnið bæði frá Breiðgötu og Amalíugötu.

Næstu skref