Oudezijds Voorburgwal
Kirkjan er við Oudezijds Voorburgwal, sem er þungamiðja gleðikvennahverfisins, ásamt með hinu samhliða Oudezijds Actherburgwal. Í flestum húsunum umhverfis síkin tvö sitja þær í stórum gluggum og bíða viðskiptavina um bjartan dag sem á kvöldin.
Við höldum til vinstri norður eftir bakkanum og tökum fljótlega eftir mjóstu götu borgarinnar, milli nr. 54 og 62. Það er nafnlaust og liggur inn að rauðum ljósum.
Museum Amstelkring
Örlitlu norðar komum við að Museum Amstelkring á nr. 40.
Þar uppi á lofti er leynikirkja kaþólskra frá 1663. Hún var notuð í tvær aldir, meðan Kalvínismi Hollendinga var sem strangastur. Talið er, að 0 slíkar leynikirkjur hafi verið í borginni, en þessi er hin eina í upprunalegu ástandi.
Kirkjan er innréttuð á efstu hæðum og í risi þriggja íbúðarhúsa. Hún er sjálf á þremur hæðum. Kirkjugestir skutust úr hliðargötu inn um litlar dyr upp þrönga og flókna stiga. Við tökum eftir, hversu slitin þrepin eru.
Klrkjan er til sýnis og sömuleiðis neðri hæðir hússins, þar sem innréttað hefur verið minjasafn, sem sýnir híbýli og húsbúnað hins vel stæða fólks, er lét gera kirkju uppi á lofti.
Næstu skref