4. Holland – Delft

Borgarrölt
Oudekerk, Delft

Oudekerk, Delft

Nú er komið hádegi og við skellum okkur suður A44 til Haag og þaðan A13 til Delft. Við ökum inn að markaði og finnum bílastæði þar í nágrenninu. Við göngum að gömlu kirkjunni Oudekerk og finnum veitingasalinn Prinsenkelder í kjallara safnsins Prinsenhof, sem er andspænis kirkjunni handan síkisins Oude Delft.

Eftir hádegisverð skoðum við safnið, sem er í höll Vilhjálms
þögla af Oranje. Þar bjó hann, þegar hann var að koma á fót hollenzka lýðveldinu og þar var hann myrtur árið 1584.

Oudekerk

Kirkjan andspænis, Oudekerk, er frá fyrri hluta 13. aldar, tíma Snorra Sturlusonar. Við göngum spölkorn suður eftir Oude Delfl og njótum útsýnis eftir síkinu.

Síðan beygjum við til vinstri inn á markaðinn fyrir framan Nieuwe Kerk. Þessi fjörmikli markaður nær alveg frá kirkju að ráðhúsi. Þar eru enn Boterhuis, smjörhúsið, og Waag, vigtarhúsið.

Nieuwe Kerk, Delft

Nieuwe Kerk, Delft

Nieuwe Kerk

Nieuwe Kerk er gotnesk kirkja frá 1430 og hafði þá verið í smíðum í hálfa öld eins og Hallgrímskirkja. Hún er grafarkirkja konungsættarinnar í Hollandi, Oranje Nassau. Þar er Vilhjálmur þögli grafinn og þar verður Beatrix drottning lögð til hvíldar í fyllingu tímans.

Miðbærinn í Delft er einn fellegasti bær í Hollandi. Við ljúkum dvölinni með því að fara í bátsferð um síkin, virðum fyrir okkur trén á síkisbökkunum og fallega sveigðar vindubrýrnar.

 

Og svo er það postulínið