4. Hverfin – Little Italy

Borgarrölt

Little Italy

Gennaro-hátíð, Little Italy, New York

Gennaro-hátíð, Little Italy

Við hliðina á SoHo og beint norðan við Chinatown er Little Italy, hverfi innflytjenda frá Sikiley og Napólí. Það nær frá Canal Street norður til Houston Street og frá Lafayette Street austur til Bowery. Þungamiðjan er Mulberry Street, sem liggur eftir hverfinu endilöngu. Á síðustu árum hafa Kínverjar gert innrás í hverfið og hrakið Ítalina á undanhald.

Á sunnudögum koma Ítalir úr úthverfunum til að kaupa pasta og salami og fá sér ítalskan mat í veitingahúsi. Þá flytja kaupmennirnir vörur sínar út á gangstétt og veitingamennirnir borð og stóla, svo að hverfið minnir á Ítalíu. Ilmurinn af expresso-kaffinu vefur sig um þröngar göturnar.

Mest er um að vera á tveimur vikulöngum hátíðum, hátíð St Antonio í júní og St Gennaro í september. Þá breytist Little Italy í hálfgert tívolí.

Næstu skref