Við tökum almenningsbátinn 82 frá San Giorgio til nágrannaeyjunnar Giudecca.
Eyjan mjóa og langa frá vestri til austurs má muna fífil sinn fegri frá blómaskeiði Feneyja, þegar þar voru sumarhallir borgaraðalsins. Nú eru hallirnar hnípnar og þreytulegar og torgin illa snyrt. Frá Feneyjum blasir við breiður norðurbakki og út frá honum liggja sund í átt til suðurstrandarinnar.
Höfuðprýði eyjarinnar er Il Redentore, kirkja eftir Andrea Palladio, reist 1577-1592 í gnæfrænum stíl, sem minnir á gullöld Rómar, afar formföst og fögur. Hún tekur sig vel út flóðlýst að kvöldlagi, séð frá bakkanum Zattere í Dorsoduro-hverfi Feneyja.
Í austurenda eyjarinnar er hótelið og veitingahúsið Cipriani.