Avenue of the Americas
Úr dýragarðinum förum til suðvesturs að skautavellinum og vestan megin hans út úr garðinum og inn í 6th Avenue, sem formlega heitir Avenue of the Americas, en er sjaldnast kölluð því nafni. Hér í þessari bók hefur orðið 6th Avenue jafnan verið notað.
Við 6th Avenue eru nokkrir frægir skýjakjúfar hægra megin götunnar, þegar komið er framhjá Hilton-hótelinu. Þeir ná ekki alveg út að götu og hafa fyrir framan lítil torg með gosbrunnum og listaverkum. Þetta eru byggingar Equitable Life, Time & Life, Exxon og McGraw Hill.
Mikið hefur verið lagt í þessa turna og í að reyna að fegra umhverfi þeirra. Samt eru þeir taldir dæmi um gerilsneydda byggingarlist. Gosbrunnatorgin draga ekki að sér fólk til að gæða þau lífi. Betur hefur tekizt til við síðari tíma skýjakjúfa, sem reistir hafa verið austan við 5th Avenue, svo og fyrri skýjakjúfa, einkum í Rockefeller Center.
Við gerum hlé á þessari göngu aftan við Rockefeller Center, í Channel Gardens.