Þegar við komum að Prinzengracht, beygjum við til vinstri eftir henni, förum yfir á hægri bakkann og heilsum upp á Norderkerk og markaðinn við hana (sjá bls. 46). Kirkjan var reist 1623 og er í laginu eins og grískur kross.
Við erum komin í Jordaan, hverfið milli Prinsengracht og Lijnbaansgracht. Það var upphaflega fetækrahverfi franskra Húgenotta, en hefur á síðustu árum verið endurlífgað af miðaldra hippum, sem hafa innréttað dýrar íbúðir í gömlum pakkhúsum. Og við erum aftur komin inn á kortið á bls. 36.
Suður eftir Prinsengracht göngum við og lítum að vild inn í hliðargöturnar á hægri hönd. Á kránni Prins við Prinsengracht 104 er kjörið að hvíla lúin bein.
Á næsta horni förum við inn Egelantiersgracht, afar notalegt síki, sem er dæmi um, hve vel hefur tekizt að endurreisa Jordaan. Af 8000 húsum hverfisins hafa 800 verið tekin undir verndarvæng húsfriðunarnefndar borgarinnar.
Næstu skref