40. Írland – Kinsale

Borgarrölt
Kinsale, Írland

Kinsale

Kinsale

R600 flytur okkur áfram til hafnarborgarinnar Kinsale. Við stönzum á stæði við bátahöfnina og skoðum bæinn.

Kinsale hefur löngum verið talin veitingaparadís Írlands, þótt minna fari fyrir því um þessar mundir. Sjávarfang einkennir matsölustaði og staðarhótel.

Seglskútur setja svip á höfnina. Þetta er með elztu bæjum Írlands. Götur eru þröngar og tæpast bílfærar. Hús eru hvít og vandlega máluð og snyrtileg. Þetta var lengi svo enskur bær, að Írar máttu ekki búa þar fyrr en við lok 18. aldar (G1).

Charles Fort, Írland

Charles Fort

Charles

Við förum áfram úr bænum og tökum stefnuna til borgarvirkisins.

Charles Fort stendur á höfða vestan innsiglingarinnar til Kinsale. Virkið er frá 1670. Það er svo víðáttumikið, að það er eins og heilt þorp, umlukið feiknalegum múr. Þetta virki reistu Englendingar eftir strandhögg Spánverja og notuðu það til 1922, þegar írska lýðveldið var stofnað. Gott útsýni er úr virkinu til hafnarinnar í Kinsale. Aðgangur £1.

Næstu skref