Til marks um græðgi íslenzkra athafnamanna er þrælahald hér hlutfallslega með því mesta í Evrópu. Í nýjasta Global Slavery Index eru taldir vera 400 þrælar á Íslandi. Voru bara 100 fyrir fjórum árum. Íslenzk stjórnvöld fá verstu einkunn í Vestur-Evrópu fyrir baráttu gegn þrælahaldi. Frægt er hótelið Adam, þar sem herbergisþerna þurfti að deila rúmi með hótelhaldaranum. Annars fréttist lítið í fjölmiðlum af þessum vanda og af áhugaleysi stjórnvalda. Þrælahald tíðkast á gististöðum, í landbúnaði, byggingaiðnaði og víðar. Tímabært er, að Ísland fari að hysja upp um sig buxurnar, áður en frægð okkar á þessu sviði verður meiri.