45. Írland – Holycross

Borgarrölt

Holycross

Holycross Abbaye, Írland

Holycross Abbaye

Við ökum R660 úr bænum til Holycross klausturs.

Holycross Abbey var reist 1168 sem Benediktusa-klaustur, en var nokkrum árum síðar yfirtekið af Sistersíanareglunni. Munklífi hélzt hér fram yfir siðaskipti, enda var mikil helgi á staðnum. Á 17. öld fór klaustrið í eyði, en hefur nú verið endurreist sem sóknarkirkja. Í kirkjunni er miðskip með ferilgöngum og tveimur þverskipum og öflugur turn á miðmótum. Í kirkjunni er veraldlegt veggmálverk frá fyrri hluta 15. aldar. Í munkaálmu er safn.

Kyteler's Inn, Kilkenny, Írland

Kyteler’s Inn, Kilkenny

Kilkenny

Frá Holycross ökum við áfram R660 til Thurles og þaðan N75, N8 og R693 til miðaldabæjarins Kilkenny. Við komum að miðbænum hjá kastalanum.

Kilkenny Castle er stór og virðulegur og vel varðveittur kastali frá 1192-1207 og hefur allan þann tíma verið í notkun. Hið ytra lítur hann út eins og virki en hið innra eins og höll. Hann er í þremur álmum og er núna listasafn. Aðgangur £1.

Í hesthúsum kastalans handan götunnar er ein be
zta listmunabúð Írlands, Kilkenny Design Centre.

Aðalgata bæjarins er High Street og byrjar hún þar, sem Castle Road endar. Hægra megin götunnar er Tholsel, ráðhús frá 1761. Nafnið er norrænt og þýðir tollstöð. Nokkru innar er hægra megin þvergata að Kyteler’s Inn, sem er sennilega elzta íbúðarhús borgarinnar, steinhlaðið bindingshús, sem hefur verið krá síðan 1324.

Innar við High Street er Courthouse, dómhús, sem reist er á kastalakjallara frá 1210.

Á ská á móti er steinhlaðið hús frá 1594, Rothe House. Það er nú safn.

Næstu skref