Við förum áfram norður meðfram síkinu og sjáum framundan kirkjuna, sem tók við, þegar kaþólikkar máttu aftur þjóna guði opinberlega. Það er St Nicolaaskerk.
Við enda síkisins hægra megin brúar sjáum við hrörlegt hús hanga yfir síkinu. Það er frá því um 1500, eitt elzta hús borgarinnar. Þar var til skamms tíma hið fræga veitingahús Le Chat qui pelote, sem orðið hefur mörgum harm
dauði.
Áfram höldum við síðan ferð okkar eftir Sint Olofssteeg upp á hina frægu götu Zeedijk. Á horninu verða fyrir okkur smáhópar iðjuleysingja frá fyrrverandi nýlendum Hollands. Þeir eru sumir í vímu og taldir meinlitlir, en lögreglan er þó oftast hér á vakki.
Út á brúna förum við og virðum fyrir okkur útsýnið til baka eftir Oudezijds Voorburgwal og enn fremur í gagnstæða átt eftir þröngu síkinu Oudezijdskolk, þar sem er bakhlið St. Nicolaaskerk innan um gömul vöruhús. Síðan snúum við til baka af brúnni og höldum til vesturs Zeedijk stuttan spöl að Prins Hendrikkade.
Næstu skref