Frá markaðshúsunum höldum við áfram 200 metra eftir John Dillon Street og beygjum á götuenda til vinstri og komum eftir 50 metra að garði St Patrick’s dómkirkjunnar.
St Patrick’s er ein af elztu kirkjum borgarinnar og stærsta kirkja Írlands, reist í enskri útgáfu af gotneskum stíl 1254, með turni frá 13
70. Kirkjunni hefur síðan verið breytt, síðast á nítjándu öld, en er enn með gotnesku yfirbragði.
Í garði kirkjunnar er lind, þar sem heilagur Patrekur er sagður hafa skírt fólk á 5. öld. Þar eru einnig minnisvarðar þriggja nóbelsskálda Íra og nokkurra annarra höfuðrithöfunda þeirra.
Á kirkjulóðinni er einnig elzta almenningsbókasafn Írlands, Marsh’s Library, frá 1710, þar sem verðmætar bækur eru hlekkjaðar við púltin.
Næstu skref