5. Gamli miðbærinn – Nationalmuseet

Borgarrölt
Christiansborg, København

Christiansborg

Andspænis Týhúsinu er hesthús konungs og við förum inn sund milli þess og Þjóðþings. Við okkur blasir paðreimur Kristjánsborgar í skjóli hallar á alla vegu.

Í framhaldi af honum er innri hallaragarðurinn, þaðan sem hægt er að fara í skoðunarferðir um veizlusali hallarinnar. Ennfremur um fornleifar kastala Absalons. Af skeiðvellinum er gengið inn í leiklistarsafnið, sem er til húsa í hirðleikhúsi Kristjánsborgar.

Nationalmuseet

Nationalmuseet, København

Nationalmuseet

Við göngum frá höllinni af skeiðvellinum út á Marmarabrú (Marmorbro). Á hinum bakkanum vinstra megin er hádegisverðar-kjallarinn Kanal Caféen við Frederiksholms Kanal 18.

Andspænis okkur hægra megin er eitt elzta og stærsta þjóðminjasafn heims, Nationalmuseet, í Prinsens Palæ. Í húsinu eru níu söfn. Hér eru sýndir danskir og erlendir forngripir, myntir og ótalmargt fleira.

Við getum litið á safnið, gengið inn frá Ny Vestergade í framhaldi Marmarabrúar. Við getum líka haldið áfram götuna og yfir Dantes Plads, þar sem blasir við Glyptoteket, eitt af meiriháttar söfnum Evrópu á sviði fornlistar Egypta, Grikkja og Rómverja.

Næstu skref