5. Írland – Mellifont

Borgarrölt
Mellifont Abbey, Ireland

Mellifont Abbey

Við förum til baka og beygjum til hægri á N51, en næstum strax aftur til vinstri eftir vegpresti til Mellifont-klausturs.

Mellifont eru vel varðveittar rústir elzta klausturs af reglu Sistersíana á Írlandi, frá 1142. Aðeins sjást undirstöður kirkjunnar, sem var vígð 1157. Eftir standa einkum garðport hægra megin og átthyrnt handþvottarhús fyrir miðju, hvort tveggja upprunalegt, svo og vinstra megin yngra kórsbræðrahús frá 14. öld. Klaustrið var lagt niður 1556. Aðgangur £0,80.

Næstu skref