5. Isole – Lido

Borgarrölt
Í camping á Lido

Í camping á Lido

Almenningsbátaleið 82 liggur einnig til eyjarinnar Lido, sem og leiðir 1, 6, 14 og 52. Hraðskreiðust þeirra er leið 6, sem fer á 12 mínútum frá San Zaccaria stöðinni til Santa Maria Elisabetta stöðvarinnar á Lido.

Lido er tólf kílómetra langt sandrif milli Adríahafs og Feneyjalóns, sumardvalarstaður fína og fræga fólksins fyrstu áratugi þessarar aldar, þegar Feneyjar voru fremsta sólarströnd Vesturlanda. Þar eru fræg hótel og miklar baðstrendur, sem eru þéttar setnar en áður var. Bezt er að fara um eyjuna á reiðhjóli, sem taka má á leigu andspænis bátastöðinni.

Brezkir bókmenntamenn gerðu Lido fræga á 19. öld. Byron lávarður og Shelley dvöldust þar löngum stundum. Byron synti frá Lido um Canal Grande til Santa Chiara. Um aldamótin var Lido komin í tízku hjá aðalsfólki og filmstjörnum. Þá voru farin að rísa þar hótel. 1912 kom út bókin Dauði í Feneyjum eftir Thomas Mann, þar sem lýst er lífi iðjuleysis-aðalsins á eynni.

Næstu skref