5. Miðbær eystri – Via dei Condotti

Borgarrölt
Caffé Greco, café, Roma

Caffè Greco

Via dei Condotti

Við förum úr safninu kringum San Rocco, undir göngin inn á Piazza Augusto Imperatore, þar sem inngangurinn sést í grafhýsi Augustusar, sem áður er getið. Við höldum áfram eftir Largo degli Schiavoni inn Via Tomacelli, þar sem við beygjum til vinstri, förum yfir Via del Corso beint inn Via dei Condotti.

Þessi gata er burðarás göngugatnahverfis hlaðstílshúsa neðan við Spánartröppur. Þetta hverfi hefur tekið við af svæðinu umhverfis Via Veneto sem fína hverfið í miðbænum. Á þessum slóðum eru flestar fínustu tízkubúðir Rómar, þar á meðal margar við Via dei Condotti.

Nálægt enda götunnar við Piazza di Spagna er Caffè Greco, rúmlega tveggja alda gamalt kaffihús, sennilega frægasta kaffihús heims. Þar stóðu H. C. Andersen, Berlioz, Browning, Goethe, Tennyson, Thackeray og Wagner frammi við diskinn. Nú sitja ferðamenn fyrir innan, í mjóum veitingasal.

Næstu skref