50 milljarða rústabjörgun

Punktar

Ekki er ofáætlað, að rústabjörgun heilsukerfisins kosti 50 milljarða á ári. Fjölga þarf tækjum og endurnýja, fjölga stöðugildum og hreinsa þannig biðlista. Afnema þarf þátttöku sjúklinga í heilsukostnaði. Taka þarf tannviðgerðir inn í heilsukostnað hins opinbera. Morð fjár kostar að lyftast úr kviksyndi þriðja heimsins upp í norðurevrópsk gæði. Vel er sloppið, ef þetta rúmast allt innan 11% hlutdeildar heilsukostnaðar í landsframleiðslu. Við verðum að gera þetta, svo að unga fólkið flýi síður rústirnar. Við náum þessu í fullri auðlindarentu og í endurupptöku auðlegðarskatts. Þá þarf ekki að skera neitt niður á móti.