Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri fékk sýnishorn af lista, nöfn 50 Íslendinga með falið fé í skattaskjólum. Sýnishornið átti að sýna fram á, að lengri skattsvikaralistinn fæli í sér góð kaup. Lausleg könnun leiddi í ljós, að þarna mætti endurheimta gífurlega peninga. Samt treysti Bryndís sér ekki til þess sem skattrannsóknastjóri. Setti málið í hendur Bjarna Benediktssyni, sem alls ekki er skattrannsóknastjóri. Bjarni á auðvitað ekkert að hafa með þetta að gera, en svona illa er komið fyrir embættismanninum. Bjarni þæfir málið núna og vonar, að gullfiskarnir gleymi þessu sem fyrst. Þetta er Ísland í dag.