6. Danmörk – Nyborg

Borgarrölt
Egeskov, Fyn

Egeskov

Nyborg slot, Fyn

Nyborg slot

Frá Fåborg leggjum við í 47 km ferð eftir A8 til Nyborg. Fyrst förum við framhjá klaustri, kirkju og kastala sistersíana-munka í Brahetrolleborg, 1 km handan við þorpið Korinth. 10 km síðar förum við 1 km krók til Egeskov. Það er endurreisnarkastali með síki umhverfis, hinn bezt varðveitti slíki í Evrópu. Þar er einstakur garður með 200 ára gömlum runnum og kryddjurtagarði. Kastalinn var byggður 1524-54 á eikarstaurum, sem voru reknir niður í vatnsbotn. Garðurinn er opinn til 19 á sumrin.

Þegar við komum til Nyborg, ökum við beint gegnum miðbæinn að Nyborg Strand í leit að næturgistingu á hótelinu Hesselet, Nyborg Strand.

Umhverfi Hesselet er afar vel fallið til morgungöngu eða hjólreiða að morgni dags. Hótelið lánar reiðhjól. Síðan snúum við bílnum inn í bæinn til að skoða hann, einkum Nyborg Slot, sem er frá 1170. Sá kastali var löngum áningarstaður konunga og aðalsfólks.

Næstu skref