6. Dorsoduro – Jacopo Tintoretto

Borgarrölt

 

Accademia: Tintoretto, Feneyjar

Accademia: Tintoretto

Annar höfuðmálari í Accademia er Tintoretto.

Hann var uppi 1518-1594, helzti málari Feneyja á fægistíls-blómaskeiði endurreisnartímans. Hann notaði mikið dimma myndfleti með lýstum flötum, sterka liti og litaandstæður. Málverk hans eru flest trúarleg.

Í Accademia eru nokkur málverk hans, en heillegast safn þeirra er í Scuola Grande di San Rocco. Risaverk hans um Paradís og nokkur fleiri eru í veizlusal hertogahallarinnar. Verk hans eru víða í kirkjum hverfisins Cannaergio, þar sem hann var búsettur.

Næstu skref