Nybrogade
Ef við höfum ekki hug á þessum söfnum að sinni, beygjum við síkisbakkann til hægri frá Marmarabrú og förum aftur yfir næstu brú út á Hallarhólma. Þar göngum við síkisbakkann í átt til Thorvaldsensafns og vi
rðum fyrir okkur húsin við Nybrogade, handan síkis.
Þar er húsið nr. tólf eitt glæsilegasta svifstílshús borgarstéttar gamla tímans í Kaupmannahöfn, ríkulega skreytt sandsteini. Og húsin nr. 14-20 eru dæmigerð “brunahús” með kvistgöflum í hlaðstíl, reist eftir brunann 1728. Í nr. 18 er hádegisverðarstofan Nybro.
Næst liggur leið okkar í Thorvaldsen museum, byggt 1839-48 yfir listaverk og minjar, sem frægasti myndhöggvari danskrar og íslenzkrar ættar, Bertel Thorvaldsen, gaf dönsku þjóðinni. Mest er þar um hvít og virðuleg, nýklassisk verk úr grískri goðafræði.