6. Miðbær eystri – Piazza di Spagna

Borgarrölt
Scalinata di Spagna, Roma

Scalinata di Spagna

Piazza di Spagna

Spánartorg er langt og mjótt. Á miðju þess, undir Spánartröppum, er brunnurinn Fontana della Barcaccia, hannaður af Bernini eldri 1627-1629. Við brunninn er þungamiðja ferðamannalífs í Róm og hefur svo verið öldum saman.

Spánartröppur heita raunar Scalinata della Trinità dei Monti. Þær voru reistar 1723-1726 í hlaðstíl og eru mesti ferðamannasegullinn í Róm. Áður fyrr stóðu fyrirsætur listamanna á steinhandriðum, síðan urðu tröppurnar vettvangur blómasala, en nú selja Afríkumenn þar ódýra skartgripi og leðurvörur. Á vorin glóa tröppurnar af glóðarrósum.

Næstu skref