6. Persía – Persepolis

Borgarrölt
Konungagrafir Persepolis

Grafhýsi keisaranna í Persepolis

Persepolis

Í nágrenni Pasargade er Persepolis, sem var höfuðborg hinna fornu keisara. Þar eru grafhýsi nokkurra keisara höggvin í kletta og þar eru leifar hallarinnar, sem Alexander mikli lét brenna, þegar hann vann sigur á Persaveldi árið 330 f.Kr.

Persepolis

Inngangurinn í Persepolis

Persepolis 4

Göngubraut sendiherranna í Persepolis

Þetta er víðáttumikið svæði með ýmsum höllum og súlnagöngum. Þar eru tröppur að móttökustöð sendiherra og göngubraut sendiherranna að höllum keisaranna. Enn má sjá leifar af höll Dareiusar og höll Xerxesar, af fjárhirzlum keisaranna og hesthúsum. Víða eru lágmyndir enn sýnilegar.

Persepolis var aldrei miðstöð mannlífs, heldur miðstöð hátíðahalda á upprunaslóðum Persakeisara, staður fyrir skrúðgöngur á hátíðisdögum. Í skipulagi svæðisins var lögð áherzla á aðstæðum fyrir sýningar og athafnir. Daglegur rekstur heimsveldisins var í öðrum borgum þess, Susa, Babylon og Ekbatana.

Næstu skref
Persepolis

Lágmyndir í Persepolis