Santo Stefano
Við norðurenda torgsins er kirkjan Santo Stefano.
14. og 15. aldar smíði, með bátskjalarlofti, útskornum loftbitum og gotneskum bogariðum. Nokkur málverk Tintorettos eru í kirkjunni. Turninn að kirkjubaki er með skakkari turnum borgarinnar.
Campo Sant’Angelo
Við förum um sundið Calle dei Frati meðfram vesturstafni kirkjunnar til næsta torgs, Campo Sant’Angelo, um 100 metra leið.
Skakkur turn Santo Stefano gnæfir yfir torginu að húsabaki.
Næstu skref