7. Canal Grande – Fondaco dei Tedeschi

Borgarrölt

Fondaco dei Tedeschi

Fondaco dei Tedeschi, Feneyjar

Fondaco dei Tedeschi, Rialto brú til hægri

Þegar við erum alveg að koma að Rialto-brú, er breið og ljósgul höll á vinstri hlið. 

Fondaco dei Tedeschi er ein stærsta höll Feneyja, byggð 1505, með 160 herbergjum á fjórum hæðum umhverfis lokaðan garð, fyrr á öldum verzlunarmiðstöð, vörulager og gistiheimili þýzkra kaupmanna.

Nú er hún aðalpósthúsið í borginni.

Palazzo Camerlenghi

Andspænis höllinni, við hinn sporð Rialto-brúar er önnur umfangsmikil höll.

Byggð 1528, einföld í sniðum, með háum býzönskum bogagluggum, löngum aðsetur fjármálaráðuneytis Feneyja. Jarðhæðin var notuð sem fangelsi.

Næstu skref