San Pietro di Castello
Við göngum norður eftir bakkanum Calle drio il Campanile til kirkjunnar, um 300 metra leið.
Hér var einna fyrst byggð í Feneyjum og erkibiskupssetur allan sjálfstæðistíma borgarinnar. Kirkjan var dómkirkja Feneyja frá upphafi til 1807, þegar Markúsarkirkja tók við. Núverandi kirkja er frá miðri 16. öld, en skakki turninn eftir Mauro Coducci er eldri, frá 1482-1488.
Gamla erkibiskupshöllin er milli kirkju og turns.
Giardini Pubblici
Við förum til baka suður með bakkanum, yfir brúna Ponte de Quintavalle og áfram eftir Fondamenta Sant’Anna unz við komum að Calle Tiepolo, sem við göngum suður að skurðinum Rio di San Giuseppe. Við beygjum þar til hægri, förum yfir næstu brú og göngum suður að görðunum, þar sem alþjóðlegi bíennalinn er haldinn. Alls er þetta um kílómetra löng ganga.
Garðarnir eru víðáttumiklir beggja vegna Rio dei Giardini. Hérna megin heita þeir Giardini Pubblici og þar er bíennalinn til húsa. Hinum megin heita þeir Parco delle Rimembranze.
Næstu skref