7. Dorsoduro – Paolo Veronese

Ferðir
Accademia: Veronese, veizla í húsi Levi, Feneyjar

Accademia: Veronese, veizla í húsi Levi

Veronese er þriðji málarinn, sem við ræðum sérstaklega, keppinautur Tintoretto.

Veronese var uppi 1528-1588, einn helzti upphafsmaður svonefnds fægistíls, sem var lokaskeið endurreisnartímans í listum. Hann fæddist í Verona, en vann mest í Feneyjum. Myndir hans eru bjartar og afar litskrúðugar og sumar hverjar risastórar og flóknar, með raunsæjum smáatriðum. Meðal þeirra er Gestaboð í húsi Leví, risastórt málverk í Accademia.

Verk hans má sjá víðar í Feneyjum, meðal annars í hertogahöllinni og safninu í Ca’Rezzonico.

Næstu skref