Palazzo Contarini del Bovolo
Við höldum áfram um 200 metra eftir Calle dello Spezier, Calle della Mandola og Calle della Cortesia til torgsins Campo Manin, þar sem við beygjum til hægri 100 metra leið eftir Calle della Vida, Calle della Locanda og Corte del Palazzo Risi að sívaliturni borgarinnar.
Léttur gormur Langbarðastigans við Palazzo Contarini del Bovolo er helzta einkenni þessarar 15. aldar hallar Contarini ættar. Í garðinum er slökunarstaður katta hverfisins.
Í húsasundi rétt hjá höllinni er veitingahúsið Al Campiello.
San Salvatore
Við höldum sömu leið til baka um Calle della Locanda og Calle della Vida til Campo Manin, þar sem við beygjum til hægri og göngum merkta og krókótta leið í átt til Rialto-brúar. Rúmlega 200 metra frá torginu verður fyrir okkur San Salvatore á hægri hönd.
Kirkja í endurreisnarstíl frá upphafi 16. aldar með fagurlitu marmaragólfi og nokkrum verkum Tiziano.
Rétt hjá kirkjunni, nálægt Canal Grande, er veitingahúsið Antica Carbonera.
Handan kirkjunnar er Merceria, stytzta leiðin milli Rialto brúar og Markúsartorgs, um 500 metrar, ein helzta verzlunargata borgarinnar.
Næstu skref