7. Suðvesturborgin – Leidsestraat

Borgarrölt

Spui

Við förum úr þessum enda Begijnhof um flísalagt portið út á torgið Spui. Þar getum við litið inn í 300 ára gamla bjórkrá, Hoppe.

Síðan förum við aftur í Kalverstraat, sem liggur um austurenda torgsins. Þar komum við brátt á hægri hönd að vaxmyndasafninu Madame Tussaud, sem er eitt útibúið frá móðursafninu í London, opið 10-18

Leldsestraat

Leidsestraat, Amsterdam

Leidsestraat

Við beygjum næst til hægri inn Heiligeweg og í beinu framhaldi af honum Koningsplein og Leidsestraat. Við fylgjum þannig áfram verzlunarás borgarinnar, sem hófst í hinum enda Kalverstraat við konungshöllina og mun halda áfram handan Leidseplein í P.C.Hooftstraat og von Baerlestraat.

Leidsestraat er göngugata eins og Kalverstraat, full af fólki á öllum tímum dags og jafnvel nætur, því nú erum við farin að nálgast Leidseplein. Við förum á brúm yfir Herengracht, Keizersgracht og Prinsengracht og erum óheppin, ef eitt einkennistákna borgarinnar, handknúið og ríkulega litskreytt götuorgel eða lírukassi, verður ekki á vegi okkar.

Við skulum staðnæmast á brúnni yfir Herengracht og virða fyrir okkur Gullbogann á síkinu vinstra megin. Þar eru fínustu heimilisföngin í borginni, áður heimili auðugustu borgarherranna og nú virðulegustu bankanna.

Komin á Keizersgracht getum við tekið smákrók til hægri til að líta á hús nr. 446, vinstra megin síkis. Þar átti Casanova um tíma í platónsku ástarsambandi við Esther, dóttur Hope bankastjóra.

Næstu skref