77 formæður hrossa

Punktar

Hestakyn nútímans eru ekki komin út af einu kyni á einum stað eins og flest önnur húsdýr. DNA-rannsóknir sýna, að 77 ólíkar hryssur á ýmsum stöðum í heiminum voru formæður hrossa nútímans. Þetta kemur fram í rannsóknum við Cambridge háskóla í Bretlandi. Talið er, að byrjað hafi verið að temja hross fyrir 4000 eða 4500 árum og að þau hafi verið orðin algeng fyrkr 2000 árum í Evrópu, Asíu og Norður-Afríku. Frá þessu segir í BBC.