8. Canal Grande – Ponte di Rialto

Borgarrölt
Ponte Rialto, Feneyjar 3

Ponte Rialto

Ponte di Rialto

Næst beinum við athygli okkar að brúnni miklu yfir borgarmóðuna.

Ponte di Rialto er elzt og merkust þriggja brúa yfir Canal Grande, reist þar sem þungamiðja athafnalífsins hefur jafnan verið, miðja vega milli járnbrautarstöðvarinnar og Markúsartorgs. Á þessum stað hefur verið brú síðan í lok 12. aldar, en þessi brú er frá 1588-1591, hönnuð af Antonio da Ponte, sem sigraði í samkeppni við hina heimsfrægu Michelangelo, Palladio og Sansovino.

Brúin spannar fljótið í einum boga. Hvor brúarstöpull um sig hvílir á 6000 lóðréttum eikarbolum, sem voru reknir niður í botninn. Hún er svo breið, að hún rúmar tvær lengjur af sölubúðum með göngutröppum á milli og til beggja hliða.

Umhverfis brúna er mesta verzlunarlífið, tízkubúðir austan brúar og markaðsbúðir vestan hennar. Bakkinn suður frá vesturenda brúarinnar heitir Riva del Vin og er miðstöð gangstéttar-veitingahúsa í borginni. Frá brúnni er mikið og gott útsýni til suðurs eftir Canal Grande.

Palazzo Manin-Dolfin

Við höldum áfram og komum næst að ljósri höll, sem er á vinstri hönd aftan við Rialto bátastöðina.

Palazzo Manin-Dolfin er einföld og stílhrein endurreisnarhöll með grískum veggsúlnariðum, byggð af þekktasta arkitekti Feneyja, Sansovino, árin 1538-1540, heimili síðasta hertogans í Feneyjum, Ludovico Manin.

Næstu skref