Jótland
Síðla dags förum við aftur út á A1 og ökum klukk
ustund 67 km leið til Kolding á Jótlandi, það er að segja meginlandi Evrópu. Þangað förum við á nýju hengibrúnni yfir Litlabelti. Hún var byggð 1970, spannar 1 km haf og hleypir 42 metra háum skipum undir sig.
Í Kolding stönzum við í bæjarmiðju, við hlið kastalans Koldinghus. Hann er frá 13. öld og hefur að hluta verið uppgerður sem safn, opið -17 á sumrin og -15 á veturna. Notalegt er að rölta “ástarbrautina” meðfram vatninu fyrir framan kastalann. Handan vatnsins er borgargarðurinn, þar sem er hótelið Tre Roser, Byparken. Þar borðum við kvöldverð og tökum á okkur náðir. Hótelið Saxildhus kemur einnig til greina.