8. Delhi – Government Buildings

Borgarrölt
Delhi Government Building North Block

Delhi Government Building North Block

Rashtrapati Bhavan

Delhi Rashtrapati Bahvan

Inngangshlið forsetahallarinnar Rashtrapati Bahvan

Héðan tökum við okkur far að vesturenda Rajpath breiðgötunnar, þar sem er inngangshlið forsetahallarinnar, Rashtrapati Bhavan.

Rashtrapati Bhavan var byggð sem stjórnarsetur brezka varakonungsins yfir Indlandi og gerð að forsetahöll, þegar Indland varð sjálfstætt ríki. Umhverfis höllina eru Mughal garðarnir. Arkitekt hallarinnar var Edwin Lutyens, sem hannaði flestar b
yggingar stjórnarráðsins í Delhi.

Government buildings

Hér slær hjarta Indlands nútímans. Þegar horft er til austurs frá inngangshliðinu, blasa við stjórnarskrifstofur Indlands beggja vegna götunnar.

Syðri hlutinn hýsir forsætis-, utanríkis- og varnarmálaráðuneytin og nyrðri hlutinn hýsir fjármála- og innanríkisráðuneytin.

Sansad Bhavan

Við göngum götuna til austurs. Þegar við komum fram fyrir stjórnarskrifstofurnar, blasir þinghúsið við í norðri, hringlaga bygging, Sansad Bhavan.

Við höldum áfram til austurs eftir breiðstrætinu Rajpath og komum að Vijay Chowk, þar sem eru voldugir gosbrunnar sinn til hvorrar handar.

Næstu skref
Delhi Parliament

Sansad Bhavan þinghúsið