Við förum sömu leið til baka í átt til Amsterdam, en komum við í Zaanstad, nánar tiltekið í Zaandijk, þar sem er Árbær þeirra Hollendinga, Zaanse Schans. Þar hefur síðan 1950 verið safnað saman fornum húsum og vindmyllum til að sýna lífið í gamla daga. Húsin eru raunverulega notuð til íbúðar og vindmyllurnar eru í daglegum rekstri.
Þorpið er umhverfis síkið Kalveringdijk og nokkur hliðarsíki þess. Flest eru húsin úr timbri, máluð græn og svört og hvít. Myllurnar eru til ýmiss brúks, svo sem til viðarsögunar, málningargerðar, framleiðslu á grænmetisolíu og sinnepi. Þá eru þar krambúðir í gömlum stíl, bakarí og tréskógerð. Hægt er að fá bátsferð á ánni Zaan. Þetta er rómantískur staður og við gefum okkur tíma til síðdegiskaffis á síkisbakkanum í Zum Walfisch
Loks eru það fleiri þorp