8. Hverfin – Midtown

Borgarrölt

Midtown, New York 2

Midtown

Austan við Theater District tekur við hið eiginlega Midtown, miðbær skýjakljúfa, glæsilegra verzlana, lúxushótela og frægra veitingahúsa. Það nær frá 42nd Street norður að 59th Street og austur að East River, þar sem eru aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna.

New York, USA midtown

Midtown

Hér er alltaf verið að rífa og byggja. Þar, sem í fyrra var fimm hæða borgarhús, er nú risinn áttatíu hæða skýjakjúfur, og keppir við hina í sérkennilegu útliti. Hér er saga skýjakljúfanna skráð, allt frá Chrysler, yfir Rockefeller, Seagram og Lever til Citicorp, Trump og AT&T.

Hér glitrar allt í auði og velsæld á dýrustu fermetrum jarðarinnar. Hér er hraðinn meiri á fólki en annars staðar í borginni. Og hér er allt dýrara og fínna en annars staðar. Þetta er sá staður, sem kemst næst því að vera nafli alheims.

Þetta er svæðið, sem flestir ferðamenn kynnast bezt, því að hér eru nærri öll hótel borgarinnar. Það er einstaklega auðvelt yfirferðar, bæði vegna þess að það er allt á háveginn og vegna hins skipulega gatnakerfis. Avenues liggja suður-norður, númeraðar frá suðri. Streets liggja austur-vestur, númeraðar í báðar áttir frá 5th Avenue og hlaupa á hundrað við hverja númeraða Avenue. Flestar gönguleiðirnar, sem lýst er í næsta kafla þessara bókar, liggja um þetta hverfi.

Næstu skref