8. Jodhpur

Borgarrölt

Jodpur 4

Jodhpur

Næststærsta borg Rajasthan er Jodhpur, 377 kílómetrum vestan við Jaipur, nálægt miðju ríkisins. Þarna erum við komin langt inn í Thar eyðimörkina. Borgin var áður höfuðborg konungsríkisins Marwar. Frægust er hún fyrir reiðbuxur, sem kallaðar eru Jodhpurs.

Blár litur er áberandi í húsum borgarinnar, svo að hún er oft kölluð Bláa borgin. Gamli bærinn nær hringinn í kringum volduga klettaborg Meharangarh virkisins.

Umaid Bhawan Palace

Áður var Umaid Bhawan eitt stærsta íbúðarhús heimsins, aðsetur Maharaja Umaid Singh, sem var konungur hér. Höllin er úr gullnum sandsteini, 347 herbergi og hefur verið breytt í lúxushótel.

Næstu skref
Jodpur Umail Bhawan Palace

Umail Bhawan Palace hótel