8. Markúsartorg – Scala dei Giganti

Borgarrölt
Scala dei Giganti, Palazzo Ducale, Feneyjar

Scala dei Giganti, Palazzo Ducale

Inn í hallargarðinn er farið um gotneskt hlið milli hennar og Markúsarkirkju, Porta della Carta. Þegar komið er inn í portið, er sigurbogi á vinstri hönd, Arco Foscari. Framundan eru miklar tröppur, stigi risanna.

Tröppurnar miklu inn í höllina voru hannaðar af Antonio Rizzo og reistar á síðari hluta 15. aldar. Nafn þeirra stafar af risavöxnum styttum eftir Sansovino efst í stiganum, af Neptúnusi og Marz, guðum láðs og lagar.

Tröppurnar voru notaðar við hátíðleg tækifæri. Í þeim voru nýir hertogar jafnan krýndir frýgversku húfunni með toppi að aftanverðu, sem minnir dálítið á kórónu Neðra-Egyptalands hins forna.

Næstu skref