8. Miðbær vestri – Via dei Coronari

Borgarrölt

Via dei Coronari

Via dei Coronari, Roma

Via dei Coronari

Við förum inn með hlið Oratorio dei Filippini eftir Via dei Filippini til torgsins Piazza dell’Orlogio. Á afturhorni hallarinnar er veggskreyting með englum prýddri Madonnumynd, í líkingu við það, sem víða sést á götum í Róm. Yfir henni er klukkuturn á höllinni.

Frá Piazza dell’Orlogio förum við eftir Via dei Banchi Nuovi og Via Banco di Santo Spirito, eftir samnefndum páfabanka, sem var í hneykslisfréttum fyrir fáum árum. Hér var bankahverfi Rómar á endurreisnartíma.

Þegar við komum að Vicolo del Curato, beygjum við þá götu til hægri og síðan í beinu framhaldi af henni inn Via dei Coronari, sem við göngum nærri því á enda.

Þetta er aðalgata forngripasala í Róm, þétt skipuð smáhöllum og smábúðum, með nokkrum smátorgum á stangli.

Næstu skref