Arg-e-Karin kastalinn
Í borgarmiðju er Arg-e-Karin kastalinn á 13.000 fermetrum, áður heimkynni Persakonunga á síðari hluta 18. aldar, en er nú sögusafn. Kastalinn minnir dálítið á Alhambra á Spáni, myndaður af röð halla í stórum garði með rennandi vatni. Eyðimerkurbúar heillast yfirleitt af rennandi vatni.
Masjed-e-Nasir moskan
Oftast kölluð Bleika moskan frá lokum 19. aldar, þekkt fyrir steinda glugga og bleikar flísar, sem þekja veggi.
Seray-e-Mehr tehúsið
Margir ferðamenn leggja leið sína í Seray-e-Mehr tehúsið, þar sem forngripir og málverk þekja veggi. Myndir af fólki og dýrum eru ekki algengar í Persíu, en hér er gnægð af þeim. Þarna er gott að slaka á í þægilegum aðstæðum.