8. Verona – Arena

Borgarrölt

Piazza Brà

Við byrjum borgarskoðun á torginu framan við hringleikahúsið.

Stærsta torg miðborgarinnar, útisamkomustaður borgarinnar og forgrunnur hins mikilfenglega hringleikahúss frá fornöld. Það er varðað nýgnæfum byggingum frá 19. öld og fornminjasafninu Museo Lapidario Maffeiano, á nr. 28.

Arena

Arena, Verona

Arena

Hringleikahúsið, Arena, gnæfir austan við torgið.

Byggingu þriðja stærsta hringleikahúss veraldar lauk árið 30. Það er 139 metra langt og 110 metra breitt og rúmar 25.000 áhorfendur í 44 sætaröðum. Það hefur varðveitzt nokkurn veginn í heilu lagi, að öðru leyti en því, að yzta byrðið er að mestu horfið.

Efst uppi er á góðum degi fagurt útsýni yfir borgina og til fjalla. Á sumrin eru haldnar þar miklar tónlistarhátíðir.

Næstu skref