85.000 síður

Punktar

Mikið blómaskeið er í þýðingum á Möltu um þessar mundir. Verið er að þýða 85.000 síður af reglugerðum á maltversku á kostnað Evrópusambandsins, þótt margir Maltverjar tali ensku vegna ferðamanna. Maltverska er orðin ein af tungum Evrópusambandsins og nýtur auðvitað forgangs yfir íslenzku. … Maltverjar eru 400.000, lítið fleiri en Íslendingar. Þeir kusu að ganga í Evrópusambandið, ekki til að fjölga störfum við þýðingar milli tungumála, heldur til að verða aðilar að göngu Evrópu fram eftir efnahagsvegi, rétt eins og þjóðir Austur-Evrópu. Tungumálið nýtur breytingarinnar í leiðinni. …