9. Austurborgin – Schreierstoren

Borgarrölt

Við tökum beygjuna á Prins Hendrikkade og sjáum strax turninn Schreierstoren á hægri hönd. Þessi turn frá 1482 var upphaflega hluti

Schreierstoren, Amsterdam

Schreierstoren til vinstri, Centraalstation í baksýn

borgarmúrsins og þá náði höfnin hingað. Sagan segir, að nafnið stafi af, að hingað komu konurnar og börnin til að veifa og gráta, þegar karlarnír lögðu á hafið.

Scheepvaart Museum

Frá turninum sjáum við handan vatnsins miklar byggingar, reistar 1656 sem birgðaskemmur flotans á 18.OOO tréstaurum í höfninni. Þar er nú Scheepvaart Museum eða hollenzka siglingasafnið með ótal líkönum skipa, korta, hnatta og annars, sem minnir á siglingar.

Siglingasafnið er um leið hollenzkt sögusafn, því að saga landsins er saga siglinga. Á stórveldistíma Amsterdam náðu Hollendingar í sínar hendur mestöllum siglingum um Evrópu vestanverða og norðanverða. Þeir endurbættu gamlar skipagerðir og fundu upp á nýjum. Hvarvetna hleyptu þeir nýju blóði í handverk og kaupsýslu. Hvarvetna voru þeir aufúsugestir, nema hjá hirðum einvaldshneigðra konunga, sem stefndu að verzlunareinokun, til dæmis Kristjáns IV yfir Danmörku og Íslandi.

Næstu skref