9. Ávíla

Borgarrölt
Ávila

Ávila

Ávíla

Ávíla er lítill, 40 þúsund manna miðaldabær í 1131 metra hæð, hæsta héraðshöfuðborg Spánar. Hún er frægust fyrir hinn mikla og heillega borgarmúr, sem umlykur borgina, fagurlega flóðlýstur í myrkri, og blasir við ferðamönnum, sem nálgast úr vestri. Þegar við förum úr bænum í átt til Salamanca, getum við staðnæmst á útsýnisstaðnum Cuatro Postes handan árinnar Adaja og virt fyrir okkur bæinn með múrunum.

Tæpast er til greinilegra dæmi um borgarmúr frá miðöldum en Murallas í Ávila. Hann er að mestu leyti frá lokum 11. aldar, að meðaltali 10 metra hár, hálfs þriðja kílómetra langur, með 88 virkjum og átta borgarhliðum. Sjálfsagt er að taka sér göngutúr allan hringinn á borgarmúrnum.

Catedral

Dómkirkjan í Ávila er ein elzta kirkja Spánar í snemmgotneskum stíl, byggð úr graníti á 12. öld. Hún er hermannakirkja, lítur út eins og virki og er raunar hluti af borgarmúrnum austanverðum.

Ávila var lengi á landamærum kristni og íslams á Spáni, eins konar herbúð, og ber kirkjan þess merki.

Nokkru eldri kirkja er San Vicente, utan við norðausturhorn múrsins, rómönsk kirkja frá upphafi 12. aldar.

Næstu skref
Dómkirkjan Ávila

Dómkirkjan, Ávila