9. Downtown – Brooklyn Bridge

Borgarrölt
Peck Slip & blekkimynd af Brooklyn Bridge, New York

Peck Slip & blekkimynd af Brooklyn Bridge, brúin sjálf að baki

Brooklyn Bridge

Eftir skoðunina er gaman að rölta 50 metra eftir Front Street í átt að Brooklyn-brúnni. Við þvergötuna Peck Slip er blekkimálverk á vegg, eftirlíking af Brooklyn-brúnni.

Að baki rís sjálf hengibrúin við himin. Hún er ein fegursta brú borgarinnar, reist 1883 og var þá talin verkfræðilegt afrek, fyrsta stálvírahengibrú heimsins og þá lengsta brú veraldar, spannar 486 metra haf. Af gangbraut brúarinnar er frábært útsýni.

Héðan er stuttur spölur að upphafspunkti næstu ferðar, sem liggur um gömul þjóðahverfi.

Næstu skref