9. Gamli miðbærinn – Gråbrødretorv

Borgarrölt

Latínuhverfið

Eftir skoðun Heilagsandahúss liggur leið okkar áfraGråbrødretorv, Københavnm Hemmingsensgade upp á Grábræðratorg (Gråbrødretorv). Nafn þess minnir á Fransiskusar-munkana, er bjuggu við torgið. Hér í kjallara á nr. 11 og 13 hafa fundizt leifar sjálfs klausturs þeirra, þar sem nú er veitingastofan Bøf & Ost.

Grábræðratorg er ennfremur mannlegasta torg borgarinnar, lokað bílum, en í þess stað iðandi af fólki. Hér sitja hinir ungu úti og hlusta á hljómlist eða stinga sér niður í einn hinna mörgu veitingakjallara, sem einkenna torgið.

Nú er gamla kaupmannahverfið að baki og við erum komin inn í háskólahverfið eða Latínuhverfið eins og það hefur verið og er venjulega kallað.

Grábræðratorg er þægilegt anddyri þessa hverfis, sem öldum saman hefur ómað af söng og skálaglammi.

Þess vegna skulum við hvílast hér um sinn á torginu og virða fyrir okkur átjándu aldar húsin, máluð sterkum litum.

Næstu skref