9. Miðbær syðri – Largo di Torre Argentina

Borgarrölt

Largo di Torre Argentina, Roma

Largo di Torre Argentina

Við höldum áfram frá torginu eftir Via Paganica og komum að stóru torgi með niðurgrafinni miðju.

Hér komum við að fornleifagreftri, sem meðal annars sýnir, hversu miklu lægra var yfirborð lands á dögum Rómarveldis. Minjarnar, sem hér sjást, eru leifar elztu hofa, sem fundizt hafa í Róm, frá lýðveldistíma borgarinnar, sumpart frá 5. öld f.Kr.

Við göngum framhjá miðaldaturni á horni torgsins og meðfram grindverkinu austan megin torgsins. Fyrst komum við að leifum elzta hofsins, sem var í etrúskum stíl. Miðhofið var hringlaga, frá 2. öld f.Kr. Þriðju og síðastar í röðinni eru rústir hofs, sem byggt var og endurbyggt á ýmsum tímum, frá 4. öld til 1. aldar f.Kr, en inni í því eru einnig leifar miðaldakirkju. Að baki þessa hofs er hár veggur, sem að fornu var hluti almenningsnáðhúss.

Að baki rústanna, vestan torgsins, er leikhúsið Argentina, þar sem Rakarinn frá Sevilla var fyrst settur upp og kolfelldur, svo sem frægt hefur orðið. Sömu megin er eitt af frægustu kaffihúsum Rómar, Bernasconi.

Næstu skref