Áveitugöngin
Í eyðimörkinni milli Shiraz og Yazd er mikið af neðanjarðarrennum eða göngum fyrir áveitur fjarri sólarþurrkun á yfirborði jarðar. Hér og þar eru strompar á þessum rennum. Þar fóru menn niður til að halda rennunum við til að hindra að þær stífluðust. Að grunni eru þessar áveitur frá því fyrir upphaf tímatals okkar.
Rennurnar ná víða tugum kílómetra að lengd og gera Persíu byggilega, þar sem landið væri víða eyðimörk. Stromparnir eru víða 20-200 metra djúpir, svo að þetta eru samtals mikil mannvirki með óheyrilegri vinnu að baki.