9. Suðvesturborgin – P.C.Hooftstraat

Borgarrölt

Handan við Singelgracht eru hótelin Marriott og Centraal. Milli þeirra er gatan Vondelstraat og inn af henni Roemer Visscherstraat með nokkrum ódýrum hótelum, þar á meðal Owl, Vondel, Parkzicht, Sipermann og Engeland.

P.C. Hooftstraat, Amsterdam

P.C. Hooftstraat

Við förum brúna yfir Singelgracht og beygjum síðan til vinstri. Þar verður á vegi okkar enn eitt einkennistákn borgarinnar, einn af mörgum síldarvögnum hennar. Þar er hægt að stýfa úr hnefa ýmsar tegundir af síld, ólíkt mata
rlegri en pylsurnar hjá okkur.

Við göngum suður garðinn og Stadhouderskade, unz við komum að Hobbemastraat til hægri. Þar á hægra horninu er veitingahúsið Mirafiori. Síðan beygjum við til hægri inn í P.C.Hooftstraat, þar sem sitt á hvoru horninu eru veitingahúsin Sama Sebo og Rembrandt.

P.C.Hooftstraat er fínasti hluti verzunarássins, sem við höfum fylgt á göngu okkar. Hér eru tízkubúðirnar og ýmsar sérverzlanir með dýrar vörur. Og hér er veitingahúsið Fong Lie.

A mótum P.C.Hooftstraat og Constantijn Huygenstraat getum við beygt til hægri og farið í Vondelpark, notalegan útilífsgarð, sem er mikíð stundaður af trimmurum, hjólreiðafólki og hassreykingamönnum.

Ef við tökum ekki krókinn í garðinn, beygjum við á horninu tíl vinstri og förum von Baerlestraat alla leið að Concertgebouw, sem er hægra megin götunnar. Concertgebouw hýsir samnefnda sinfóníusveit, sem er í frægara lagi.

Concertgebouw snýr út að gras- og blómatorginu Museumsplein. Handan þess sjáum við hið volduga Rijksmuseum, ríkislistasafnið, og á vinstri hönd Stedelijk Museum, borgarlistasafnið, og Rijksmuseum Vincent van Gogh.

Næstu skref