9. Istanbul – Topkapi

Borgarrölt
Topkapi bókasafn - Istanbul

Bókasafnið í Topkapi hægra megin, hásætishöllin vinstra megin

Brunnur Ahmets III

Við norðausturhorn Ægissifjar er keisarahliðið að Topkapi höll soldánsins. Framan við hliðið er Brunnur Ahmets III frá 1728, lengi helzti stefnumótastaður fína fólksins í borginni. Þar var áður býzanski brunnurinn Perayton.

Nú safnast þar fyrir svartkuflaðar og strangtrúaðar konur, sem bíða bænastundar utan við veggi Ægissifjar. Þær gera það til að krefjast endurreisnar Egisifjar sem mosku og mótmæla notkun hennar sem safns.

Topkapi

Við göngum inn um keisarahliðið að risavöxnum forgarði Topkapi-soldánshallar. Á hægri hönd er kirkjan Hagia Eirene, sem hefur þá sérstöðu að hafa aldrei verið breytt í mosku. Framundan er gangstígur meðfram miðasölunni að hliði hallarinnar sjálfrar.

Topkapi er ekki ein höll, heldur margar smáhallir á víð og dreif um stóran garð. Beint framundan er hásætissalurinn og aftan við hann bókahöll Ahmet III. Vinstra megin er meginhöllin með kvennabúri. Í fjórða og innsta garði eru nokkrar hallir, þar á meðal Bagdað-höllin og veitinghúsið Konyali með flottu útsýni yfir Sæviðarsund.

Í sumum höllunum hefur verið komið fyrir söfnum, svo sem vopnasafni, handritasafni og búningasafni. Frægast er skartgripasafnið með hinum alkunna Topkapi-rýtingi.

Næstu skref
Topkapi - Istanbul

Bagdað-höllin í Topkapi